Árvakur styrkir Landsmót 2024

Árvakur, móðurfélag Morgunblaðsins og K100, og LM 2024 hafa gert með sér samstarfssamning um að þeir fyrrnefndu verði einn af aðalstyrktaraðilum Landsmóts sem fram fer í sumar. Erum við full tilhlökkunar til samstarfsins en miðlar Árvakurs ná augum og eyrum þorra íslendinga á degi hverjum. 

Fyrir Landsmót mun Morgunblaðið gefa út sérblað um Landsmót þar sem hægt verður að finna upplýsingar og fróðleik um mótið. Mun blaðið einnig verða til dreifingar á mótinu sjálfu. 


Athugasemdir