Á fundi Fagráðs í hrossarækt þann 21. febrúar síðastliðinn var ákveðið að halda óbreyttu fyrirkomulagi varðandi þann fjölda hrossa sem öðlast þátttökurétt á Landsmóti. Hlutfall klárhrossa af heildarfjölda var á síðasta Landsmóti 46% og telur fagráð tvær líklegar skýringar á því. Önnur er sú að breytingar hafa orðið á vægi reiðhæfileika; hækkun á vægi fets og brokks auk þess sem hægt stökk höfur hlotið vægi skýrir að klárhross standa betur að vígi hvað varðar aðaleinkunn en áður. Hin er sú að valið var á lista eftir aðaleinkunn og hins vegar aðaleinkun án skeiðs.
Fagráð ákveður því að við val kynbótahrossa á stöðulista fyrir Landsmót 2024 verði eingöngu farið eftir aðaleinkunn og þátttökulisti samkvæmt stöðulista í hverjum flokki eins og taflan hér að neðan sýnir.
| Flokkur | Fjöldi |
| 7 vetra og eldri hryssur | 15 |
| 6 vetra hryssur | 30 |
| 5 vetra hryssur | 30 |
| 4 vetra hryssur | 20 |
| 4 vetra hestar | 20 |
| 5 vetra hestar | 20 |
| 6 vetra hestar | 20 |
| 7 vetra og eldri hestar | 15 |
| Samtals: | 170 |