Flúðasveppir styrkja Landsmót

Flúðasveppir og Landsmót 2024 hafa gert með sér samstarfssamning um að Flúðasveppir verði einn af aðalstyrktaraðilum Landsmóts í Víðidal í sumar. Flúðasveppir reka sem kunnug er einn vinsælasta veitingastað landsins á Flúðum auk þess sem félagið er stærsti framleiðandi sveppa á Íslandi.  

Landsmót þakkar veittan stuðning.

Á myndinni má sjá Georg Ottósson eiganda og forstjóra Flúðasveppa og Hjört Bergstað formann LM 2024.

 


Athugasemdir