Lífland styrkir Landsmót

Lífland og Landsmót 2024 undirrituðu á dögunum samning um að Lífland verði einn af aðal styrktaraðilum Landsmóts 2024. Eins og öllum er kunnug hefur Lífland um árabil stutt dyggilega við bakið á hestaíþróttinni og er Landsmót þar engin undantekning. 

Lífland verður með veglega aðstöðu í markaðstjaldi mótsins og ætlar að vera með frábært vöruúrval í boði fyrir gesti. 

Á myndinni má sjá Arnar Þórisson forstjóra Líflands og Hjört Bergstað formann stjórnar Landsmóts handasala samninginn. 

 Lífland logo

 


Athugasemdir