Matthías og Tumi Landsmótssigurvegarar í Ungmennaflokki

Matthías Sigurðsson fór Krýsuvíkurleiðina að sigri í Ungmennaflokki. Hann hafði deginum áður sigrað B-úrslitin í Ungmennaflokki og þar með tryggt sér sæti inn í A-úrslitin þar sem hann gerði sér lítið fyrir og sigraði! Matthías og Tumi frá Jarðbrú sigruðu Ungmennaflokkinn á Landsmóti 2024 með einkunnina 9,03! Innilega til hamingju! 

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Matthías Sigurðsson / Tumi frá Jarðbrú 9,03
2 Védís Huld Sigurðardóttir / Ísak frá Þjórsárbakka 8,84
3 Guðný Dís Jónsdóttir / Hraunar frá Vorsabæ II 8,81
4 Kristján Árni Birgisson / Rökkvi frá Hólaborg 8,72
5 Eva Kærnested / Logi frá Lerkiholti 8,62
6 Þorvaldur Logi Einarsson / Saga frá Kálfsstöðum 8,61
7 Lilja Dögg Ágústsdóttir / Döggin frá Eystra-Fróðholti 8,61
8 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Loftur frá Traðarlandi 8,60

Athugasemdir