Sérstakt HM forsölutilboð á Landsmót 2024

Forsala á Landsmót 2024 hefst 9. ágúst næstkomandi.
Forsala á Landsmót 2024 hefst 9. ágúst næstkomandi.

Það verður sannkölluð veisla í Víðidal dagana 1.-7. júlí á næsta ári. Þar mun gestum verða boðið upp á stjörnusýningar í keppnis- og kynbótahluta mótsins. Þá verður einnig tónlistarveisla í reiðhöllinni föstudag og laugardag.

Mikið er lagt upp úr allri aðstöðu fyrir gesti en að venju verður fjölbreytt þjónusta fyrir alla fjölskylduna á svæðinu. Þá er svæðið einstaklega vel staðsett upp á aðra afþreyingu en til að mynda er göngufæri í sundlaugarnar í Árbæ og Breiðholti svo ekki sé minnst á hið magnaða Árbæjarsafn. Býðst gestum að bóka gistingu á tjaldsvæðinu á staðnum og í næsta nágrenni er að finna fjölda gistimöguleika.

Þá er ekki síður mikil áhersla á þjónustu við keppendur. Á svæðinu verður til að mynda pláss fyrir öll hross mótsins en þau eru um 500 talsins í keppnishlutanum og um 170 í kynbótahlutanum.

Miðasala hefst miðvikudaginn 9. ágúst næstkomandi og fer hún fram á miðasöluvef TIX.is.

Sérstakt Heimsmeistaramótstilboð verður í ágúst en þá mun verð fyrir vikupassa í forsölu fyrir fullorðna (17 ára og eldri) kosta 19.900 krónur og fyrir unglinga (14-17 ára) 8.900 krónur. 

Hlökkum til að sjá ykkur á Landsmóti 2024!


Athugasemdir