Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk og Hanna Rún Ingibergsdóttir voru rétt í þessu að tryggja sér sæti í A-úrslitum í A-flokki. Sirkus og Hanna Rún stóðu efst að loknum B-úrslitum í A-flokki með einkunnina 8,922. Þau mæta því til leiks á sunnudaginn kl. 15:40. Hér má sjá niðurstöður B-úrslita í A-flokki. Ljósmynd @Jón Björnsson.
| Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
| 8 | Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk / Hanna Rún Ingibergsdóttir | 8,922 |
| 9 | Nagli frá Flagbjarnarholti / Sigurbjörn Bárðarson | 8,849 |
| 10 | Prins frá Vöðlum / Jóhanna Margrét Snorradóttir | 8,840 |
| 11 | Esja frá Miðsitju / Guðmunda Ellen Sigurðardóttir | 8,782 |
| 12 | Rúrik frá Halakoti / Viðar Ingólfsson | 8,776 |
| 13 | Einir frá Enni / Finnbogi Bjarnason | 8,693 |
| 14 | Vakar frá Auðsholtshjáleigu / Matthías Leó Matthíasson | 8,624 |
| 15 | Teningur frá Víðivöllum fremri / Elvar Logi Friðriksson | 3,242 |