.
. 
Hundar eru velkomnir að kíkja á landsmótið á Hólum með eigendum sínum. Það er þó nauðsynlegt fyrir eigendur þeirra að kynna sér nokkrar reglur um veru þeirra á svæðinu. Hugið fyrst og fremst að velferð þeirra, því áreitið er mikið á staðnum og dýrin geta orðið stressuð og óörugg og þannig líður engum vel. Fyrir suma hunda væri því skynsamlegast að vera í pössun á meðan landsmóti stendur.
Auk þessara reglna, gilda almennar reglur Skagafjarðar um hundahald.
Brot á reglum þessum geta leitt til brottreksturs af svæðinu.