Hundar á mótssvæðinu

 

  

 

Hundar eru velkomnir að kíkja á landsmótið í Víðidalnum með eigendum sínum. Það er þó nauðsynlegt fyrir eigendur þeirra að kynna sér nokkrar reglur um veru þeirra á svæðinu. Hugið fyrst og fremst að velferð þeirra, því áreitið er mikið á staðnum og dýrin geta orðið stressuð og óörugg og þannig líður engum vel. Fyrir suma hunda væri því skynsamlegast að vera í pössun á meðan landsmóti stendur. 

  • Hundar verða að vera í bandi á svæðinu
  • Eigendur verða að hreinsa upp eftir hundinn sinn án undantekninga
  • Geltandi hundar valda ónæði og trufla nálæga gesti
  • Lausir hundar eru stranglega bannaðir
  • Hundar eru ekki leyfðir í veitingaaðstöðu í reiðhöll né í markaðstjaldi
  • Passið upp á hunda sem eru í bílum. Hafa þá einungis þar í skamman tíma, sérstaklega ef heitt er í veðri.
  • Vertu fyrirmyndar hundeigandi. Það er hægt að vera Landsmótssigurvegari í hundahaldi!

Auk þessara reglna, gilda almennar reglur Reykjavíkurborgar um hundahald. 

Brot á reglum þessum geta leitt til brottreksturs af svæðinu.