Dagskrá

Fræðsluerindi, þátttökuverðlaun barna og ratleikur!
- í boði Horses of Iceland -

Horses of Iceland mun gera félagsheimili Fáks að sínu heimili frá mánudegi til föstudags meðan á landsmóti stendur. Horses of Iceland mun kynna markaðsverkefnið og sýna fram á með hvaða hætti verkefnið er nýtt til þess að kynna hestinn út á við á viðburðum og sýningum erlendis. Samstarfsaðilar verkefnisins verða einnig á staðnum og segja frá sinni starfsemi.

Mánudaginn 1. júlí verða þátttökuverðlaun afhent öllum börnum sem taka þátt í barnaflokki á landsmóti. Boðið gildir fyrir alla þátttakendur og er þeim leyfilegt að bjóða með í gleðina einum vin. Horses of Iceland er afar spennt að taka á móti þessum föngulega hópi og gleðjast með þeim.  

Frá mánudegi til föstudags munu sérfræðingar á ýmsum sviðum hestamennskunnar halda fræðsluerindi og svara spurningum gesta. Nánari dagskrá og tímasetningar verður kynnt þegar nær dregur á heimasíðu landsmóts, www.landsmot.is og heimasíðu Horses of Iceland, www.horsesoficeland.is. Fræðsluerindin verða af ýmsum toga, s.s. um heilsufar hrossa, ræktun, gæðingakeppni og margt fleira skemmtilegt. Fyrirlestrarnir verða flestir á ensku en hægt verður að spyrja á íslensku, ensku og þýsku.

Horses of Iceland skipuleggur einnig ratleik sem haldin verður meðan á mótinu stendur. Þar munu þátttakendur þurfa að hlaða niður appi (QR kóði verður í bás Horses of Iceland), svara ýmsum skemmtilegum hestatengdum spurningum og taka myndir af sér á mismunandi stöðum á mótssvæðinu. Veglegir vinningar verða í boði en vinningshafar verða dregnir úr hópi þeirra sem klára öll þrep leiksins.

Frá föstudegi til sunnudags verður Horses of Iceland með bás á markaðssvæði Landsmóts og hvetjum við hestamenn tli að kíkja þangað í heimsókn.